Frá Opnun Sýningarinnar Guð, Hvað Mér Líður Illa í Hafnarhúsi.
Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Gestum fjölgar jafnt og þétt í Listsafni Reykjavíkur

Gestum fjölgar jafnt og þétt í Listsafni Reykjavíkur
Tæplega 28 þúsund gestir lögðu leið sína í Listasafn Reykjavíkur í nýliðnum júnímánuði. Er þetta aukning um rúm 43% frá sama mánuði í fyrra.

Mest er aðsóknin í Hafnarhús við Tryggvagötu en þangað komu tæplega nítján þúsund gestir í júní 2017 sem er aukning um rúm 53% frá árinu áður. Aðsóknin í Ásmundarsafn og á Kjarvalsstaði hefur aukist um tæp 27% miðað við júní í fyrra.

Viðburðir, leiðsagnir og námskeið tengd sýningunum hafa verið vel sótt það sem af er sumri. Í júlí verða tveir sýningatengdir viðburðir í Hafnarhúsinu, fimmtudagskvöldin 6. og 13. júlí. Bryndís Hafþórsdóttir listfræðingur mun fjalla um íslenska samtímamyndlist í alþjóðlegu samhengi og Tómas Örn Tómasson kvikmyndatökumaður mun fjalla um samstarf sitt við Ragnar Kjartansson í gegnum tíðina. Að auki er boðið upp á leiðsagnir bæði á íslensku og ensku í hverri viku um sýningu Ragnars í Hafnarhúsinu, auk leiðsagna á ensku um sýningu Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalssstöðum.

Safnhúsin eru opin alla daga frá kl. 1017.00 og til kl. 22.00 á fimmtudögum í Hafnarhúsi.

Hafnarhús
Ragnar Kjartansson: Guð, hvað mér líður illa

Kjarvalsstaðir
Louisa Matthíasdóttir: Kyrrð
Kjarval – lykilverk

Ásmundarsafn
Ásmundur Sveinsson: List fyrir fólkið

Nýútgefnar bækur um listamennina hafa fallið vel í kramið hjá gestum safnsins. Bækurnar eru fallegar og ríkulega myndskreyttar og eru til sölu í safnbúðum Listasafns Reykjavíkur ásamt öðrum spennandi varningi.

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Frá opnun sýningarinnar Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com