ArtsIceland

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði

ArtsIceland alþjóðlegar gestavinnustofur á Ísafirði bjóða félagsmönnum SÍM að sækja um vinnustofudvöl 2017. Vinnustofurnar hafa verið starfræktar síðan 2014 en tilboðið hefur hingað til einungis verið auglýst utan landssteinanna. Nú gefst íslenskum myndlistarmönnum kostur á að nýta sér vinnustofurnar þar sem nýlega bættist við húsakostinn og nokkrum vikum er enn óráðstafað í sumar og haust, flestar í júní.

Um er að ræða tvær vinnustofur á 2. hæð í Aðalstræti 22 (sama húsi og Gallerí Úthverfa sem áður var Slunkaríki) með sér herbergi og sameiginlegu eldhúsi og þrjár vinnustofur á Engi, Seljalandsvegi 102, þ.e. þrjú herbergi með sameiginlegu baði og eldhúsi og sameiginlegri vinnustofu fyrir alla.

Lágmarksdvöl fyrir listafólk sem búsett er á Íslandi er ein vika (vikan hefst á mánudegi og lýkur á sunnudegi).

Anna Sigríður Ólafsdóttir verkefnisstjóri ArtsIceland veitir frekari í upplýsingar artsiceland@kolsalt.is.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com