ArtsIceland

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði fyrir félagsmenn SÍM

ArtsIceland alþjóðlegar gestavinnustofur á Ísafirði bjóða félagsmönnum SÍM að sækja um vinnustofudvöl veturinn 2018-19.

Um er að ræða tvær vinnustofur á 2. hæð í Aðalstræti 22 (sama húsi og Gallerí Úthverfa sem áður var Slunkaríki) með sérherbergi og sameiginlegu eldhúsi. Lágmarksdvöl fyrir listafólk sem búsett er á Íslandi er ein vika (vikan hefst á mánudegi og lýkur á sunnudegi).

Upplýsingar um ArtsIceland og sýningar Úthverfu má finna á heimasíðunni www.kolsalt.is.

Heiðrún Viktorsdóttir verkefnisstjóri ArtsIceland veitir frekari í upplýsingar artsiceland@kolsalt.is.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com