Gilfélag

Gestalistamaður Gilfélagsins, Kate Bae, sýnir afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni um helgina

Rogue Valley

Verið velkomin á opnun Rogue Valley í Deiglunni föstudaginn 29. mars kl. 17 – 20. Gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, Kate Bae, sýnir afrakstur dvalar sinnar.

Einnig opið laugardag og sunnudag, 30. – 31. mars kl. 14 – 17.

Rogue Valley er sería akrýlinnsetninga unnin á meðan Kate dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins í mars. Verkin eru unnin með loftslag, jökla og bráðnun íss í huga sem og þau hughrif sem landslagið vakti.

Kate Bae er fædd og uppalin í Busan í Kóreu en býr og starfar sem myndlistamaður og sýningarstjóri í New York, Bandaríkjunum. Listsköpun hennar beinist að margföldum sjálfsmyndum, minningum, mörk hugsýki og geðveiki. Kate er með MFA gráðu í málun frá Rhode Island School of Design og BFA frá the School of the Art Institute of Chicago.

Kate hefur sýnt víða, bæði í New York og annarsstaðar og hefur einnig hlotið ýmis verðlaun. Þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í gestavinnustofu á Íslandi en hún hefur dvalið í gestavinnustofum víða um heim. Einkasýning á verkum hennar verður haldin í Sunroom Project Space í Wave Hill í Bronx, NY, á árinu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com