700

GERSEMAR

GERSEMAR

úr safneigninni

Laugardaginn 5. mars kl. 16:30 verður í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðusambandsins opnuð í Listasafni ASÍ sýning á Gersemum úr safneigninni.

Í stórfenglegri listaverkagjöf Ragnars Jónssonar í Smára til Alþýðusambands Íslands, sem varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ árið 1961, eru mörg af þekktustu myndverkum tuttugustu aldar eftir nokkra fremstu listamenn þjóðarinnar, þ.á.m. Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Sveinsson Kjarval og Svavar Guðnason.

Á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun safnsins hefur það vaxið og dafnað og safneignin aukist verulega. Afmælissýninguna prýða verk eftir ofangreinda listamenn í bland við aðrar og minna þekktar perlur úr safneigninni, nýjar og gamlar, sem kallast á við verk gömlu meistaranna á margbreytilegan hátt.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:

Ásgrímur Jónsson, Eiríkur Smith, Erla S. Haraldsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Scheving,Harpa Árnadóttir,Hreinn Friðfinnsson, Ingiríður Óðinsdóttir,Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval,Jón Engilberts,Jón Stefánsson,Karl Kvaran,Kristinn E. Hrafnsson,Lousia Matthíasdóttir,Nína Tryggvadóttir,Svava Björnsdóttir,Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason.

Sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir.

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 3. april.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com