Gerðasafn – MYNDIR ÁRSINS 2014 Hin árlega ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands Ragnar Th. Sigurðsson – Ljósið

1d43e201-4cd7-4596-a99e-154fc72e4256

Ljósið, 2014
Ragnar Th. Sigurðsson
MYNDIR ÁRSINS 2014
Hin árlega ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands
Ragnar Th. Sigurðsson – Ljósið

Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð laugardaginn 28. febrúar klukkan 15.00 í Gerðarsafni í Kópavogi.  Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24. blaðaljósmyndara.  Veitt verða verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, umhverfismyndina, portrett myndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tímaritamynd, myndröð ársins og myndskeið ársins. Við sama tækifæri verða veitt blaðamannaverðlaun í þremur flokkum, þ.e. Blaðamannaverðlaun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og umfjöllun ársins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni.

Þá opnar á neðri hæð safnsins á sama tíma sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, sem hann nefnir Ljósið. Ragnar Th. er þekktur fyrir einstæðar náttúruljósmyndir sínar. Hann hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann á að baki yfir 30 ára ljósmyndaferil og ferðast reglulega á heimsskautasvæðin í leit að viðfangsefni fyrir verk sín sem hvergi annars staðar er að finna.  Hann hefur hlotið þrenn CLIO verðlaun, tekið þátt í fjölda sýninga og lagt til myndefni í fjölmargar bækur og tímarit, bæði hér heima og erlendis.

Arctic Images heldur utan um verk Ragnars Th. Sigurðssonar en allur ágóði af sölu verka Ragnars fer til styrktar Ljóssins endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Aðgangseyri 500 kr.  Ókeypis inn á miðvikudögum.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com