Gerðarsafn

Gerðarsafn – Spjall með fulltrúum ættingja I Menning á miðvikudögum

28. ágúst 2019, kl. 12:15 – 13:00

Gestum er boðið í spjall við vini og ættingja listamannanna Valgerðar Bríem, Gerðar Helgadóttur og Barböru Árnason sem allar eiga verk á sýningunni Útlínu sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Listakonurnar settu sinn svip á íslensku myndlistarsenuna og munu ættingjar og fulltrúar þeirra setja verkin á sýningunni í persónulegt samhengi.

Leiðsögnin er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
______________________________________________________________

Friends and family members of the prominent artists Valgerður Briem, Gerður Helgadóttir and Barbara Árnason, will join Culture Wednesday and share memories of their loved ones that connects to their art making. All three artist influenced the Icelandic art scene and their work can be seen at the exhibition Outline, the current exhibition at the museum.

The Culture Houses of Kópavogur host an open and diverse culture program every Wednesday. The Culture Houses of Kópavogur are: Gerðasafn Kópavogur Art Museum, Natural History Museum of Kópavogur, Salurinn Concert Hall, Kópavogur Archives and Kópavogur Public Library.

The event is in Icelandic, it is free of charge and everyone is welcome!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com