Gerdarsafn010

Gerðarsafn – Jólakortasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Jólakortasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Gerðarsafn býður upp á opna jólakortasmiðju næstkomandi sunnudag, 29. nóvember kl. 13-17. Smiðjan er hluti af aðventuhátíð Kópavogs sem fer fram um helgina og munum við gera jólakort í anda listakonunnar Barböru Árnason (1911-1975).

Myndlistarmennirnir Linn Björklund og Edda Mac munu leiða smiðjuna. Þar munum við skoða teikningar Barböru á jólakortum og í barnabókum og læra að búa til sögu með myndum. Við munum gera pennateikningar þar sem við leyfum línunum að ráða för og gerum tilraunir með mynstur og litasamsetningar.

Jólakortasmiðjan hentar öllum aldurshópum og er opin öllum milli kl. 13-17 á sunnudag. Þátttaka er ókeypis og ekki er þörf á skráningu.

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina 28.-29. nóvember í menningarhúsunum við Hamraborgina. Á laugardaginn verður tendrað á jólatré bæjarins, jólakötturinn og jólasveinar líta við og hægt að fá kræsingar og jólagjafir á matar- og handverksmarkaði. Á sunnudaginn verður jólaorigami smiðja í Bókasafni Kópavogs, matarmarkaður á túninu, jólaleikritið Ævintýrið um Augastein í Salnum auk jólakortasmiðjunnar í Gerðarsafni.

Alla dagskrá aðventuhátíðarinnar má finna hér að neðan og á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Hlökkum til að sjá ykkur!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com