Skúlptúrsmiðja

Gerðarsafn: Fjölskyldustund I Skúlptúr heimar

(English below)

Fjölskyldustund I Skúlptúr heimar

6/10 2018, kl. 13:00-15:00

Listakonan Steinunn Önnudóttir leiðir landslags skúlptúrsmiðju þar sem gestum gefst færi á að kynnast aðferðum hennar við skúlptúrgerð. Steinunn er einn af listamönnum sýningarinnar SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR á Gerðarsafni. Verk hennar á sýningunni nefnist Manngert – fyrir þá hógværu og sýnir afstætt landslag með fjöllum og húsum í framandi heimi. Skúlptúrar Steinunnar eru úr fjölbreyttum efnivið, svo sem keramik, striga, leir, svampi, gler og sandi. Steinunn kennir aðferðir sem hún nýtir sjálf við skúlptúrgerð og gestum gefst færi á að skapa sitt eigið landslag eða heim með óhefðbundnum efnum.

Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. Leiðbeinendur tala íslensku, arabísku, frönsku, ensku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima. Verkefnið er styrkt af nefnd um fullveldisafmæli Íslendinga. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

/ / /

Family Workshop I Sculpture Worlds

6/10  2018, 1 p.m.-3 p.m.

The artist Steinunn Önnudóttir will lead a Family Workshop with a focus on landscape sculptures in Gerður´s Studio on the ground floor of the museum. She will teach methods which she uses in her own praxis and guests get the change to create their own landscape or world with various materials.

The workshop will take place in multilingual setting exercising communication through art making. Guides will speak Icelandic, Arabic, French and English. Granted by Centenary of Icelandic independence and sovereignty.

Everyone is welcome and the workshop is free of charge.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com