Bókasafn

Gengur þú með jólasögu í maganum?

Við óskum eftir umsóknum frá rit- og myndhöfundum fyrir jólasögu Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2019

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á á leikskóla-og grunnskólaaldri á miðlum safnsins þar sem foreldrar og/eða börn geta lesið saman einn kafla á dag frá 1. – 24. desember. Jóladagatalið er aðgengilegt á vefsíðu og facebook síðu Borgarbókasafnsins og á vef Bókmenntaborgarinnar. Sagan er einnig lesin inn í Hlaðvarp Borgarbókasafnsins. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst n.k. 
Í umsókn er æskilegt að setja fram hugmynd að efnistökum sögunnar og sýnishorn af teikningum.
Vinsamlegast sendið umsóknina á gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is
Valnefnd fer yfir umsóknir og mun niðurstaða hennar liggja fyrir 23. ágúst.

Rit- og myndhöfundar þurfa að skila inn fullbúinni sögu í 24 köflum, mynd við hvern kafla auk forsíðumyndar 1. október n.k.
Forsíðumyndin verður jafnframt notuð á bókamerki og veggspjald til kynningar á dagatalinu.

Rit- og myndhöfundar fá greiddar 200.000 kr. hvor fyrir söguna og teikningarnar. 

Jólasagan er kynnt með bókamerki og veggspjöldum sem dreift er í menningarhús Borgarbókasafnsins og boðið verður upp á sögustundir í desember. 

Jóladagatöl Borgarbókasafnsins:

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2016
Varúð, varúð! Jólin eru á leiðinni
Sigrún Eldjárn, rit- og myndhöfundur

Jóladagatalið Borgarbókasafnsins 2017
Jósa, Katla og jólasveinarnir
Þórarinn Leifsson, rit- og myndhöfundur

Jóladagatalið Borgarbókasafnsins 2018 
Sögur af Zetu | Ullarsokkar í jólasnjó
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Ninna Þórarinsdóttir myndhöfundur 

Jóladagatalið 2019 er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar Reykjavík UNESCO.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
Fræðslu- og miðlunardeild Borgarbókasafnsins
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | s. 411 6115

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com