991b3d08 5e22 4b70 Ac89 5ad070ef200a

Gavin Morrison ráðinn sem forstöðumaður Skaftfells

(English below)

Stjórn Skaftfells tilkynnir með ánægju að Gavin Morrison hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands. Gavin mun taka við stjórn miðstöðvarinnar í byrjun nóvember af Tinnu Guðmundsdóttur sem hefur verið við stjórnvölinn síðan í ársbyrjun 2012.

Stjórn Skaftfells er mikil ánægja að bjóða til starfa Gavin Morrison og telur það mikill akkur fyrir stofnunina að fá til liðs við sig manneskju með svo yfirgripsmikla þekkingu á myndlistarheiminum. Auk þess að hafa mikla alþjóðlega reynslu á sviði sýningarstjórnar þá hefur Gavin reynslu af störfum með fjölmörgum íslenskum listamönnum. Stjórninni þótti áhugavert að fá manneskju með slíka reynslu til að útvíkka og styrkja alþjóðleg tengsl stofnunarinnar.” Auður Jörundsdóttir, formaður stjórnar.

Gavin hefur margsinnis komið til Seyðisfjarðar og þjónaði sem heiðursstjórnandi Skaftfells á árunum 2015-2016. Á þeim tíma sýningarstýrði hann sýningunum Eyborg Guðmundsdóttir & Eygló Harðardóttir;  Ingólfur Arnarsson & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Ófrumlegt: afritun, fjölritun og ritstuld í list og hönnun, auk einkasýninga Hönnu Kristínar Birgisdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar. Gavin er skoskur en hefur síðustu ár verið búsettur í Suður-Frakklandi þar sem hann vinnur sem sýningastjóri og rithöfundur. Hann hefur unnið í samstarfi við ýmsar stofnanir víðsvegar um heiminn og má þar nefna Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi, Listasafn Houston, Osaka samtímalistastofnunina í Japan og Háskólann í Edinborg, Skotlandi.

„Mér finnst mjög áhugavert hversu stóru hlutverki Skaftfell gegnir fyrir Seyðisfjörð sem menningar, félagsleg og fræðslumiðstöð fyrir samfélagið og gesti.” Segir Gavin.  „Þátttaka miðstöðvarinnar í margbreytilegu alþjóðlegu menningarlífi í samspili við nærumhverfið er heillandi. Sem forstöðumaður mun ég halda áfram þessari nálgun og setja saman dýnamíska dagskrá sem eflir alþjóðlegt mikilvægi miðstöðvarinnar en á sér á sama tíma rætur í staðbundnu samhengi.”

////

Gavin Morrison appointed as the director of Skaftfell

The Skaftfell board is pleased to announce Gavin Morrison as the new Director of Skaftfell, Center for Visual Art in East Iceland. Morrison’s tenure will start in early November taking over from Tinna Guðmundsdóttir, who has been Skaftfell’s Director since 2012.

Skaftfell’s Board is pleased to welcome Gavin Morrison as the Director of Skaftfell. We believe it will be valuable to the organisation to have a person with such extensive knowledge of the art environment. In addition to Gavin´s extensive international experience in the field of curating, Gavin has worked closely with an array of Icelandic artist. At Skaftfel´s twentieth anniversary the board believes that it is important for Skaftfell to strengthen and expand its international relations.” Auður Jörundsdóttir, Chairperson of Skaftfell’s Board

Morrison has a long-standing relationship with Iceland, and Seyðisfjörður in particular. From  2015-2016, he served as Honorary Artistic Director at Skaftfell where he was responsible for the exhibitions Eyborg Guðmundsdóttir &  Eygló Harðardóttir; Ingólfur Arnarsson & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir; Unoriginal: copying, duplication and plagiarism in art and design; and solo projects by Hanna Kristín Birgisdóttir and Sigurður Atli Sigurðsson, among others. Throughout his career, Morrison has held positions at and collaborated with various institutions around the world including Kungl. Konsthögskolan, Stockholm; Museum of Fine Arts, Houston; Osaka Contemporary Art Center, Japan; and University of Edinburgh, Scotland. A native of Scotland, for several years, Morrison has resided in the south of France.

I have long admired the various roles that Skaftfell plays within the life of Seyðisfjörður as a cultural, social and educational hub for the local community and visitors to the area,” says Gavin Morrison. “Its engagement with the complexities of international culture in relation to the specifics of local conditions is a fascinating model. In the role of Director, I plan to continue this tradition and create a dynamic program that grows in international significance but remains rooted in the local context.”

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com