Garður, Mynd 1, Elín Helena

Garður

Garður

Laugardaginn 9. september kl. 15:00 opnar sýningin Garður í Kamesinu, 5. hæð Borgarbókasafnins Menningarhúsi Grófinni. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnins frá 9. september til 27. september.

Garður er ljósmyndasería þar sem leitast er við að fanga dulúð plantna með tilliti til og burtséð frá hlutverki þeirra í hönnun almenningsgarðs. Margslungnar línur og litir gróðursins búa yfir máli sem er aðeins skilið að vissu marki, en mögulega skilur sá hluti hugarins sem ekki verður skilinn tungumálið þó.

Elín Helena Evertsdóttir er nemandi í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hún lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA námi í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2005. Hún vinnur með ýmsa miðla og í verkum  hennar er oft unnið með hugmyndir um skynjun, umbreytingu, tilfinningar og hið óvenjulega í hinu venjulega. Elín Helena hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum.

 

Garður/Garden

The exhibition Garður/Garden opens on the 9th of September at 15:00 in Kamesið, on the fifth floor of the Reykjavik City Library, Grófin Culture House, Tryggvagata 15.

The exhibition is open from the 9th to the 27th of September 2017.

Garður is a photo series that aims to capture the mysteries of plants with regard to but also regardless of their role in the design of a public garden and it’s community. The multiple lines and colours of the flora have a meaning that can only be understood to a certain extent, but perhaps they can be further comprehended by that part of the mind that remains mysterious itself.

Elín Helena Evertsdóttir is currently studying at the Arts Education Department of Iceland Academy of the Arts. She completed her Bachelor Degree in Art from Iceland Academy of the Arts in 2001 and her Master studies from The Glasgow School of Art in 2005. She works in different media and her work is often about perception, transformation, and the unusual in the usual. Elín Helena has had several solo shows, and has participated in many group shows both in Iceland and abroad.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com