Ganga um slóðir hinsegin bókmennta, 11. ágúst

Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík leiðir starfsfólk Borgarbókasafnsins göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni. Gangan er hluti af dagskrá Kvöldgangna í Reykjavík sem er samstarfsverkefni Borgarsögusafnsins, Listasafns Reykjavíkur og Borgarbókasafnsins.

Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15 þann 11. ágúst kl. 19. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir!

Heildardagskrá Kvöldgangna í Reykjavík

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com