Bjargey

Gamla skólahúsið á Eskifirði: Draugahundur – Bjargey Ólafsdóttir

DRAUGAHUNDUR Í GAMLA SKÓLAHÚSINU Á ESKIFIRÐI.

„Hundar tala, en aðeins til þeirra sem kunna að hlusta.” – Orhan Pamuk.

Sýningin samanstendur af 12 ljósmyndum af Samoyed voffum. Samoyed hundurinn sem líkist draug var upphaflega ræktaður til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum.

Hver er þessi hundur? Hundurinn í okkur? Hvíti draugahundurinn er mættur til Eskifjarðar.

Bjargey Ólafsdóttir lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaakademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, og hefur sýnt verk sín víða um lönd, t.d. í Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago, Chile og Färgfabriken Norr í Östersund, Svíþjóð.

Bókin Rófurass sem tengist Draugahundinum er fáanleg á vefsíðu VOID:
https://void.photo/rofurass

www.bjargey.com

English below

Bjargey Ólafsdóttir

GHOST DOG IN THE OLD SCHOOLHOUSE IN ESKIFJÖRÐUR.

“Dogs do speak, but only to those who know how to listen.” – Orhan Pamuk.


This exhibition comprises 12 photographs of Samoyed dogs.
The ghost-like Samoyed – was originally bred to hunt, haul sledges, and herd reindeer.

Who is this dog? The dog within us? The white Ghost dog is now in Eskifjörður.

Bjargey Ólafsdóttir studied photography painting and mixed media at Iceland Academy of the Arts and Academy of Fine Arts, Helsinki, and screenwriting and directing at Binger Filmlab, Amsterdam. She works with all media, resulting in works that often are ironic, sometimes violent or sinister, drawing on obsession and fantasies of contemporary life. Her characters are often subjects lost in familiar yet alienating circumstances. She has made a number of critically acclaimed films and exhibited her work internationally in venues such as The Reykjavík Museum of Art, The Reykjavik Museum of photography, The Living Art museum in Reykjavik, Kunstverein, Munich, KunstWerke, Berlin, Galaria Traschi in Santiago, Chile and Färgfabriken Norr in Östersund, Sweden.


The book Rófurass is connected to Ghost dog and is available on the VOID website: https://void.photo/rofurass

www.bjargey.com


WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com