Plægðu í því

Gallery Port: Plægðu í því! (Óvelkomnar hugsanir) – Skarphéðinn Bergþóruson & Svavar Pétur Eysteinsson

Plægðu í því! (Óvelkomnar hugsanir)
Skarphéðinn Bergþóruson og Svavar Pétur Eysteinsson leiða saman hesta sína á sýningunni Plægðu í því! (Óvelkomnar hugsanir) í Gallery Port dagana 24. apríl til 6. maí 2021.

Sýningin er afrakstur samstarfs sem knaparnir hófu árið 2008 austur á fjörðum.
Hingað til hafa þeir aðallega beint kröftum sínum í ljóða- og lagasmíðar en nú hafa orðið til myndverk, ljósmyndir og málverk.

Í verkunum á sýningunni brjótast fram óvelkomnar hugsanir og hugmyndir, margar gamlar og þvældar, skríða undan skel sjálfsefa og úr þráhyggjuþokunni upp á veggi. 

Eru hugmyndir einnota? Er hægt að stíga í sama hugmynda-lækinn tvisvar? Hvernig er best að losa sig undan áþján hugmyndanna? Eru allar hugmyndir jafn góðar til síns brúks? Eða eru sumar hugmyndir kannski best geymdar sem óvelkomnar hugsanir sem spyrja eftir manni þegar síst skyldi?
Við sögu koma bensínstöðvar og ritsöfn, pizzur, netslangur og blómapottar. 

Óvelkomnar hugsanir sækja ekki fræin sín eitthvað suðrá bæi. Laxness, Ed Ruscha, Duchamp, Kristján Guðmundsson og Spessi verða þeim að yrkisefni.
Plógurinn er aldrei langt frá akrinum. Plægðu í því!Sýningin opnar næstkomandi laugardag, þann 24. apríl og stendur hún frá kl 14-18. 
Öllum sóttvörnum verður fylgt. Áhugasamir geta haft samband til fá einkayfirferð á sýningunni utan hefðbundins opnunartíma.Skarphéðinn Bergþóruson er skáld og myndlistarmaður. Hann hefur t.d. gefið út tvær Garðaleiðir og hélt nostalgíu-sýninguna Himinstrákablátt. Hann er einn forsvarsmanna Gallery Ports.
Svavar Pétur Eysteinsson er stundum kallaður Prins Póló. Hann blandar saman tónlist og myndlist, grafískum verkum, ljósmyndum og textum

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com