GalleryPort

Gallery Port: Hulda Vilhjálmsdóttir & Hjörtur Skúlason – Hugrún

Laugardaginn 19. september kl. 16:00 opna Hulda Vilhjálmsdóttir og Hjörtur Matthías Skúlason sýninguna Hugrún. 

Draumur um að elska, veru, dúkku, líkneski. Hún er lítil, viðkvæm. Ástin streymdi frá henni, hún tengdist nátturunni, landslaginu, gamla húsinu. Hún talaði, lítið, rétt náði að tjá sig. Skynfærin fundu ástina og kærleikann. Leyndardóm hugans.

Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000. Hún tók diplómanám í leirmótun og keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008.

Árið 2007 var Hulda til tilnefnd til Carnegie ART award og 2018 til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. Árið 2020 hlaut Hulda Tilberann, verðlaun Nýlistasafnsins fyrir störf sín í myndlist síðustu tvo áratugi.

Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis og eiga Listasöfn og einkaaðilar verk eftir hana. Árið 2003 opnaði hún og rak gallerí Angelicu Smith í þrjá mánuði sem nokkurs konar gjörning. Hulda hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og myndabækur, má þar nefna Valbrá sem kom út 2017.

Frá því Hulda lauk námi hefur hún starfað sjálfstætt að myndlistinni. Verkin hennar eru tilfinningarík en samt yfirveguð. Með ljóðrænni túlkun af landslagi og fólki berst hún fyrir tjáningarfrelsi og verndun náttúrunnar.

Hjörtur Matthísa Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979. Hann ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð til 18 ára aldurs. Hann útskrifaðist út Listaháskóla Íslands með BA gráðu í vöruhönnun árið 2013, sama ár stofnaði hann hönnunarteymið Hlutagerðin ásamt Elínu Brítu Sigvaldadóttir og Hrönn Snæbjörnsdóttir. Hlutagerðin tók þátt í nokkrum samsýningum og má þar helst nefna 2014 – Teaser / Tehús í Spark Design Space – Samsýning undir handleiðslu hönnunarteymisins Attakatta. 2015 –Futur archaïque í safninu Grand Hornu í Belgíu –Sýningarstjóri var Yves Mirande. Einnig nam Hjörtur nám við Goldsmith í London í eina önn.

Hjörtur hefur starfað sem hönnuður við ýmis verkefni undanfarin ár t.d. Stóð hann fyrir Sýningunni Motta árið 2018 í samstarfi við lýsingarhönnunarfyrirtækið Lumex og Hollenska hönnunarfyrirtækið MOOOI, sama ár setti hann upp aðra sýningu í samstarfi við Lumex fyrir breska hönnuðinn Tom Dixon í gamla nýlistasafninu við Skúlagötu. Árið 2019 var Hjörtur umsjónamaður Gallery Kjallarinn sem starfrækt var á Skólavörðustíg 12. Verk Hjartar einkennast oft af náttúrulegum efnum þar sem fortíð og nútíð haldast í hendur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com