GalleryPort

Gallery Port: Elli Egilsson – Efnisþættir

Laugardaginn 15. ágúst kl. 16:00 – 20:00 opnar Elli Egilsson sýninguna Efnisþættir. Vegna aðstæðna í samfélaginu höfum við opnunina í fjóra tíma og hvetjum við fólk að dreifa heimsóknum yfir þann tíma.

Elli sýnir nýjar áferðir og ný tengsl myndlistar og íslenskrar náttúru, tengsl sem byggja á ómótstæðilegum hlýleika og nánd við kaldan raunveruleika náttúrunnar. Sýningunni er skipt niður í tvo hluta, málverk og textíl.

Olíuverkin eru unnin á vinnustofu myndlistarmannsins í Las Vegas út frá minningum íslenskarar náttúru, en ekkert myndefni var notað við gerð listaverkanna. Í verkunum má gróft á litið segja að annarsvegar sé Elli að skapa sinn eigin náttúruheim úr grafískum myndformum, og hinsvegar tjáningarrík verk sem byggja á mun þekkjanlegri náttúru og vísa til upprunans.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com