Samleid

Gallerý Grásteinn: Sýningin Samleið opnar 5. september

Ásdís Þórarinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir standa að sýningunni SAMLEIÐ.

Leiðir þeirra lágu saman fyrir nokkrum árum á Korpúlfsstöðum þar sem þær vinna að list sinni jafnframt því að reka Gallerí Korpúlfsstaði ásamt fleirum.

Þær stunduðu allar nám í Myndlista- og handíðaskóla/ Listaháskóla Íslands og eru meðlimir í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Ásdís sýnir olíumálverk sem hún málar í þunnum lögum á striga þannig að flæði litarins fær oft að ráða framvindu verkanna sem eru iðulega sprottin úr íslenskri náttúru.

Dóra Kristín sýnir vatnslitamyndir, abstraktverk, náttúrustemningar og skúlptúra úr rekavið

Þórdís Elín sýnir vatnslitaþrykk og litlar ætingar af íslenskri náttúru.

Sýningin opnar formlega laugardaginn 5. september kl. 14 og stendur til sunnudagsins 27. september 2020. Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins.

Ásdís Þórarinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir and Þórdís Elín Jóelsdóttir present their works of art in this collective exhibition “SAMLEIД at Gallerí Grásteinn, the title referring to the time since their paths crossed at Korpúlfsstaðir a few years ago. At Korpúlfsstaðir they have art studios as well as an art gallery cooperatively run with other artists.

They all studied at the Icelandic Academy of the Arts and are members of the Association of Icelandic Artists.

Ásdís works in oil colors, thin layers of paint on canvas.
Dóra Kristín shows aquarelles, abstract works and inspirations of nature.
Þórdís shows watercolorprints and small etchings of Icelandic nature.

The exhibition opens formally Saturday the 5th of September at 2pm and ends Sunday the 27th of September 2020. It will be open during opening hours of the gallery.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com