1909398 893929257314301 4461092140390261034 O

Gallerí Vest -opnun 19 sept. klukkan 16.00

Ég, Þórey Eyþórsdóttir,  rek Gallerí Vest á Hagamel 67.
Þar er ég með vinnuaðstöðu fyrir vefnað og textil, ásamt studio til að mála.  Ég opna Myndlistar sýningu í Gallerí Vest laugardaginn 19 september  klukkan 16.00.

Ég lauk námi frá Handíða og Myndlistarskóla Íslands 1965. Menntun mín og starfsvettvangur hefur verið fjölbreyttur bæði hérlendis og erlendis.
Sýningin i Gallerí Vest sýnir notkun ólíkra miðla svo sem olíu ,grafikk, vatnslitun og einþrykk. Þá hef ég tekið þátt i fjölda námskeiða í myndlist þegar ég hef  verið við nám eða störf erlendis, nú síðast í Katalóníu.  Myndlistarkennararnir hafa því verið af ólíku þjóðerni.
Hef haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.

 

Hjartanlega velkomin!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com