EinarThorsteinn 002

Gallerí Úthverfa: Sýningaröðin Ferocious Glitter II

Laugardaginn 23. maí opnaði sýning á verkum Einars Þorsteins sem er fyrsta sýninginn í sýningaröðinni Ferocious Glitter II í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði.

FEROCIOUS GLITTER II
23.5 – 22.8 2020

Einar Þorsteinn – 23.5 – 7.6
Eyborg Guðmundsdóttir – 11.6 – 24.6
Hreinn Friðfinnsson/Sólon Guðmundsson – 27.6 – 12.7
Gabríela Friðriksdóttir 18.7 – 2.8
Donald Judd 8.8 – 22.8

Ferocious Glitter II er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Sýningarröðin er áframhald sýningar sem fram fór sumarið 2019. Listamennirnir sem valdir eru til þáttöku eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.

Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markmið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.

Sýning Einars Þorsteins er sjötta sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter og sú fyrsta í þessum seinni hluta raðarinnar. Á sýningunni eru teikningar, líkan og myndir af byggingum Einars Þorsteins og videóspjall Trausta Valssonar við arkitektinn. Á sýningunni eru myndir og tekning af kúluhúsi Ásthildar Þórðardóttur og Elíasar Skaftasonar við Seljalandsveg 100 á Ísafirði. Flestir munirnir á sýningunni eru fengnir að láni hjá Hönnunarsafni Íslands og gefa innsýn í fræðilega hugsun að baki hússins við Seljalandsveg. 

Einar Þorsteinn (1942-2015) arkitekt var frumkvöðull í notkun fjölliða geometrískra mannvirkja, undir áhrifum frá mönnum eins og Buckminster Fuller og Frei Otto, sem hann vann hjá á árunum 1969-1972. Hann vann líka náið með listamanninum Ólafi Elíassyni að ýmsum verkefnum og með Guillermo Trotti að hönnun hreyfanlegra tunglrannsóknarstöðva fyrir Nasa.

Einar Þorsteinsson

Áhugi hans á dómlaga byggingum varð til þess að hann teiknaði og byggði mörg hús á Íslandi þar sem notast var við þessa aðferð. Árið 1986 teiknaði hann heimili Ásthildar Þórðardóttur og Elíasar Skaftasonar við Seljalandsveg á Ísafirði þar sem hálft húsið er hannað sem villtur innanhússgaður. Á sýningunni eru ljósmyndir af því húsi auk, vídeóviðtals og muna (teikinga og models) sem fengnir eru að láni frá Hönnunarsafni Íslands og varpa ljósi á fræðilegan bakgrunn hússins á Ísafirði.

Plaköt og þrívíddarmódel eru til sölu í Úthverfu listaverkabókabúð.

Myndbandið á sýningunni: Einar Thorsteinn interviewed by Trausti Valsson (2004) er á Youtube með enskum texta (hægri klikka fyrir texta): https://www.youtube.com/watch?v=HWcUbyYuKbE

Ferocious Glitter II er styrkt af Myndlistarsjóði.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja starfsemi Úthverfu / Outvert Art Space.  

Frekari upplýsingar: Elísabet Gunnarsdóttir 868 1845 og Gavin Morrison 834 0555

Hús í byggingu

Ferocious Glitter II is a series of five two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The first part of the exhibition was in the summer of 2019.  The artists chosen for 2019 and 2020 all have some connections to the town and its cultural history.  The curator is Gavin Morrison.
 
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it’s lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.

The exhibition is sixth in the Ferocious Glitter series and the first in this year´s part of the series. On display are drawings, photographs, a model and a video conversation by Trausti Valsson with Einar Thorsteinn about his work.  Collaborative partners: Hönnunarsafn Íslands (The Icelandic Design and Applied Arts Museum).

Einar Þorsteinn (1942-2015) was an Icelandic architect who pioneered the use of polyhedral geometric structures, influenced by the likes of Buckminster Fuller and Frei Otto, who he also worked for from 1969 to 1972. He also collaborated extensively with the artist Olafur Eliasson as well as workingin with Guillermo Trotti on designs for mobile lunar research laboratories for NASA.

His interest in domed structures led to him building a number of homes in Iceland using this method. In 1986 he built a home for Ásthildur Þórðardóttir and Elías Skaftason in Ísafjörður in which half the house is a wild indoor garden. This exhibition uses photographs from that house as well as archive materials (drawings and models) borrowed from Hönnunarsafn Íslands which present the theoretical background to the house in Ísafjörður.

Posters and 3D models are on sale at the Outvert Art Books store.

Einar Thorsteinn interviewed by Trausti Valsson (2004) is on Youtube with English subtitles (right click for subtitles): https://www.youtube.com/watch?v=HWcUbyYuKbE

Ferocious Glitter II is supported by the Icelandic Visual Arts Fund

Outvert Art Space is supported by the Ísafjörður Municipality and the Westfjords Fund for Culture.

For more information please contact: Elísabet Gunnarsdóttir 868 1845 or Gavin Morrison 834 0555

OUTVERT ART SPACE / Gallerí Úthverfa
opið fimmtudaga – laugardaga kl. 16-18 og eftir samkomulagi /

open Thursdays – Saturdays 4 – 6 pm and by appointment
ArtsIceland – Aðalstræti 22 – 400 Ísafjörður
www.kolsalt.is +354 868 1845 – galleryoutvert@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com