OBSERVE ABSORB Ii

Gallerí Úthverfa á Ísafirði – sýningaropnun föstudaginn 27.september

Föstudaginn 27. september kl. 16 opnar samsýning Karoline Sætre og Rannveigar Jónsdóttur OBSERVE ABSORB í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði.

Karoline Sætre & Rannveig Jónsdóttir

OBSERVE ABSORB
27.9 – 27.10 2019

,,Það er innbyggður skortur í minninu, kannski er það löngunin til að fylla í þetta tóm sem er uppspretta fortíðarþrárinnar, þar sem eitthvað er stöðugt utan seilingar. Að því marki sem fortíðarþráin kemur fram í verkum Karoline Sætre og Rannveigar Jónsdóttur er það ekki endilega sem rekjanleg þrá eftir því sem verið hefur, heldur sem fortíðarþrá í upprunalegri merkingu hugtaksins: Heimþrá – og ekki heimþrá í þeim skilningi að hún þurfi að verða erfið byrði eins og oft er talað um hana, heldur sem drifkraftur til að uppgötva uppá nýtt; til að rannsaka og kafa í uppruna sinn til að geta skilið þetta allt.‘‘

Útdráttur úr Floating in a memory, texta fyrir sýninguna eftir Simen U. Stenberg.

Rannveig og Karoline kynntust þegar þær voru samtímis við MA-nám í Listaháskólanum í Malmö. Þær unnu fyrst saman að sýningu í galleríinu DELFI í Malmö í október 2018, sem bar heitið Darker fields of blue, the snow is where the shadow lies. OBSERVE ABSORB er framhald af þeirri sýningu.

Listakonurnar hafa boðið norsku listakonunni Heddu Hørran, til að vera með upplestur við opnun sýningarinnar.

Rannveig Jónsdóttir (1992 – ) leggur áherslu á hljóð og skúlptúr í verkum sínum þar sem hún skoðar eigin reynslu út frá samtali rannsókna og skáldsskapar til að skapa hljóð- og efnis-innsetningar. Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og nýlega MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.

Karoline Sætre (1992 – ) er norsk listakona sem býr og starfar í Oslo. Hún lauk BA-prófi frá Listaháskólanum í Þrándheimi (2016) og MA frá Listaháskólanum í Malmö (2019). Áhugi hennar beinist að skjalageymslum, kortum, bókum, höndum, tungumálinu – hún vinnur oft með fundið efni og textabrot sem útgangspunkt fyrir innsetningar sem snúast um sjálfsmynd, að tilheyra, samband okkar við náttúruna og hversdagslega hluti sem við söfnum í kringum okkur.

www.karolinesætre.com

www.rannveigjonsdottir.format.com

Sýningin er styrkt af Norsk Kulturråd.

Welcome to the opening on Friday September 27 at 16:00.

“There is an inherent lack in memory, perhaps it is the desire to fill this that is the source of nostalgia, where something is always out of reach. To the extent that nostalgia is expressed in the works of Karoline Sætre and Rannveig Jonsdottir, it does not necessarily happen through a traceable longing for what has been, but perhaps as nostalgia in the original sense of the word: A homesickness – And not homesickness understood as the kind of troublesome burden the word often refers to, but rather as a driving force to rediscover; to investigate and dig in the origins to be able to grasp it all.”
– Excerpt from Floating in a memory, text written for the exhibition by Simen U. Stenberg.

Rannveig and Karoline met in their studies at Malmö Art Academy in Sweden during their MA studies. Their first collaboration was shown as an exhibition at gallery DELFI in Malmö in October 2018, entitled Darker fields of blue, the snow is where the shadow lies. This exhibition is a continuation of that project. 

For the opening, the artists have invited a friend and colleague, Hedda Hørran (Norway), to do a reading.

Karoline Sætre (1992) is a Norwegian artist that lives and works in Oslo. She received her BA at Trondheim Art Academy (2016) and her MA at Malmö Art Academy (2019). She is interested in things like the archive, the map, the books, the hands, the language – and often works with found materials and text fragments as a starting point for installations that revolve around identity, belonging, nature and our relationship to it, and about the everyday objects that we surround ourselves with.

Rannveig Jóndsóttir (born 1992 in Ísafjörður, Iceland) holds a BA degree from Iceland University of the Arts (2017) and MFA from Malmö Art Academy, Sweden. Rannveig often bases her work on her own experiences, her focus is on sound and sculpture where she combines scientific and fictitious perspectives to create her multimedia installations. 

www.karolinesætre.com

www.rannveigjonsdottir.format.com

The exhibition is supported by the Norwegian Arts Council.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com