Hverfandi

Gallerí Korka – Sýningaropnun á Menningarnótt kl.16

Hverfandi – opnun á menningarnótt kl. 16:00-18:00 í Gallerí Korku, Skólavörðustíg 4a

Verkin eru öll unnin með temperu/patine au vin og litarefnum sem mörg hver koma beint úr íslenskri náttúru. R.Benedikta hefur haldið fjölmargar sýningar á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Ferillinn spannar rúmlega 20 ár og hefur Guðrún Benedikta starfað sem myndlistarmaður og myndlistarkennari á Íslandi, Frakklandi og Lúxemborg.

Hún kennir núna listgreinar í Menntaskólanum við Sund. Verkin á sýningunni eru öll unnin á þessu ári og er viðfangsefnið jöklarnir á Íslandi og áhrif hlýnunar á þá. Fædd og uppalin á Hornafirði í nágrenni við þessa stórfenglegu risa sem hopa dag frá degi og ótrúleg breyting sem hefur orðið á landslaginu síðustu áratugi vekur ugg í brjósti og eftirsjá.

Sýningin stendur til 6.september.

Allar frekari upplýsingar má finna á www.rbenedikta.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com