Untitled 3

Gallerí Grótta – Portrett og landslag í

Portrett og landslag í Gallerí Gróttu
Listamaðurinn og leiðsögumaðurinn Kristján Jónsson opnar sýningu sína Portrett og landslag í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 10. desember kl. 17.

Líkt og titillinn gefur til kynna er viðfangsefni sýningarinnar sótt í gamalkunnugt stef myndlistararfsins. Kristján vill með því hylla okkar ástsælu landslagsmálara og um leið að máta sig við þá málarahefð, sem flestum er kunn, með persónulegri nálgun. Verkin bera með sér djúpstæða ást listamannsins á landinu þar sem hann ver drjúgum hluta lífs síns sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn.

Kristján stundaði nám í Escola Massana listaskólanum í Barcelona og hefur sýnt reglulega bæði hér á landi og erlendis síðustu 20 ár. Verk eftir hann eru í eigu fjölda einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og safna.

Allir eru velkomnir á sýningaropnunina en Gallerí Grótta er á 2. hæð á Eiðistorgi við hlið Bókasafnsins. Opnunartími er mán.-fim.dag 10-19 og fös. 10-17. Einnig verður opið laugardaginn 12. desember kl. 14-17.

Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 8. janúar.

Sjá nánar á: www.kristjanjonsson.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com