Verk1 002

Gallerí Grótta: Fegurði býr í litunum

Næstkomandi helgi, 12.-13. september (laugardag og sunnudag) verður listakonan Guðrún Gunnarsdóttir við á sýningu sinni “Fegurðin býr í litunum” frá klukkan 13.00 – 17.00.

Sýningin er í Gallerí Gróttu, við hliðina á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi og stendur til 19. september.

Verkin sem Guðrún sýnir í Gallerí Gróttu eru óður til lífsins, hugmynd um bjartari og litfegurri tíma.

Mála, klippa, skera, líma og til verður nýr og breyttur veruleiki í lit.

Verið Velkomin

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com