Figure,2015,collage,290×290

Gallerí Grótta: AÐ VERA VERA – María Gísladóttir

AÐ VERA VERA

15. apríl – 15. maí 2021

Að vera vera nefnist sýning sem opnar fimmtudaginn 15. apríl kl. 13.30  í Gallerí Gróttu. Þar sýnir myndlistarkonan María Gísladóttir verk sín.  María er fædd á Ísafirði árið 1960. Við þriggja ára aldur fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni í Lauganeshverfið í Reykjavík. María stundaði nám á listasviði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar fiplómanám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og í Finnlandi árið 2018.

María starfar nú í Hlutverkasetri, endurhæfingarmiðstöð þar sem hún hefur numið vatnslita-, olíu- og pastelmálun, klippitækni og fleira.

Um sýninguna:

AÐ VERA VERA

Hugmyndin að sýningunni kemur djúpt úr völundarhúsi huga og hjarta. Við skulum segja að þetta sé fyrsta skrefið í uppgjöri. Árið 2014 var ég komin út í horn. Ég þurfti að endurskipuleggja sjálfa mig. Þá uppgötvaði ég klippitæknina, hana hef ég notað mikið til sjálfshjálpar. Ég þurfti að endurskoða mig sem konu og viðurkenna nördinn í mér, ég  endurskoðaði allt sem tilheyrir því að vera manneskja. Ég þurfti að læra að reiðast og gefa sjálfri mér leyfi til að finna til. Það er ekki hægt að fjalla um skuggahliðar lífsins án þess að hafa húmor og leyfa því blíða að kíkja inn. Gjörið svo vel.

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir listakonan sjálf:

María Sigríður Gísladóttir, mariagisladottir@gmail.com og sími 695 9285

Sýningin stýrist af þeim takmörkunum sem Covid-19 setur okkur. Opið kl. 10-18:30  mánudaga-fimmtudaga, 10-17 föstudaga og 11-14 laugardaga.

Ekki er boðið upp á veitingar.

Gestir eru beðnir um að virða grímuskyldu og viðhafa 2ja metra reglu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com