Bilson

Gallerí Fold: 25 ár með Gallerí Fold – Harry Bilson

Gallerí Fold kynnir einkasýningu Harry Bilson í Gallerí Fold sem opnar þann 17. apríl n.k. kl 14:00.

Fyrir um 25 árum steig Harry Bilson fyrst fæti inn í Gallerí Fold og upphófst þá farsælt samstarf enda hafa landsmenn kunnað að meta verkin hans öll þessi ár. Í tilefni þess blásum við til sýningar þar sem sjá má bæði ný verk eftir hann en einnig úrval verka frá fyrri árum svo gestir fá gott yfirlit yfir þróun verka hans. 

Ísland er kjörinn staður til sköpunar þar sem margbrotið landslag og sérkennileg menning veita endalausan innblástur. Náttúruundur, svo sem virk eldfjöll, spúandi hverir og tignarlegir jöklar, eru meðal þeirra yrkisefna hafa ratað á strigann í sköpunarverkum listamannsins í gegnum árin. 

Haraldur Bilson fæddist í Reykjavík árið 1948 en fluttist til Bretlands á unga aldri. Móðir hans var íslensk en faðir hans breskur. Harry, eins og hann er kallaður, byrjaði snemma að mála og var hann skapandi sem barn. Hæfileikar hans voru viðurkenndir strax í æsku og þegar hann var sex ára sigraði hann alþjóðlega sýningu á barnalist í Prag. Aðeins 19 ára gamall var hann orðin listmálari í fullu starfi og hefur hann málað allar götur síðan og er hvergi hættur. Hann er að mestu sjálfmenntaður í listinni og er knúinn áfram á eldmóði og innblæstri úr nærumhverfi sínu hverju sinni og fólki sem hann hefur umgengist í gegnum árin.  

Harry er heimshornaflakkari sem dvalist hefur víða um heim við listsköpun sína, það má með sanni segja að hann sé alþjóðlegur málari. Hann leggur þó ávallt áherslu á íslenskar rætur sínar og hefur kallað Ísland heimili sitt síðustu tvo áratugina. 

Sýningin er opin til 2. maí og er opin á opnunartíma Gallerísins. Vegna takmarkana á Covid-19 minnum við alla á að grímur eru skyldubundnar inni í galleríinu og gestir verða alltaf að vera metri frá hvor öðrum.

Skoða sýninguna

//English//

You are cordially invited to the private view of the new paintings by BILSON to celebrate his 25 years with Gallery Fold Saturday 17th of April at 14:00.

About 25 years ago Harry Bilson stepped into Gallery Fold for the first time. It was the beginning of a beautiful friendship and collaboration. Icelanders have appreciated his work all these years. On this joyous occasion we introduce an exhibition of his work. Brand new colourful and vibrant oil paintings, along with a variety of his previous works so guests will get a good overview of his career. 

Iceland is an ideal place for creation and has been a great inspiration for Bilson, with its characteristic culture, and endless wonders of nature finding their way onto his canvass. Such as active volcanoes, bursting Geysirs and magnificent glaciers.

Haraldur Bilson was born in Reykjavík in 1948 but moved to the U.K. at a young age. His mother was Icelandic and his father was English. Harry, as he was called, started to paint early on and was a very creative child. His talent was recognized immediately and at the age of six, he won an international Exhibition of Children’s Art competition in Prague. At the age of 19 he became a full-time professional, who was self-taught, self-propelled and completely self-supported. He has painted ever since, honing his craft and finding inspiration from his surroundings each time and the people he has met throughout the years.

Harry has lived and worked in several countries and is truly an international artist. He has always been proud of his Icelandic heritage and now happily resides in Iceland, the country he has called Iceland his home for the last two decades. 

The exhibition is open until May 2nd and is open during the Gallery’s opening hours. Due to Covid-19 restrictions we remind everyone that masks are mandatory inside the gallery and guests must stay a meter away from each other at all times.

View exhibition catalogue

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com