GÆSAHÚÐ/FLEUR DE PEAU/FACETIME

GÆSAHÚÐ/FLEUR DE PEAU/FACETIME

Verksmiðjan á Hjalteyri, 25.07 – 30.08 2020 , 601 Akureyri Listamenn/Artists

Margrét Helga Sesseljudóttir, Serge Comte, Paola Salerno, Haraldur Jónsson, Guillaume Paris, Séverine Gorlier.

Sýningarstjóri/Curator: Haraldur Jónsson

Opnun laugardaginn 25 ágúst kl 16 00 / Opening Saturday, July 25th at 4:00 PM

Opið þri-sun 14:00-17:00 /Open daily except Mondays 2:00 – 5:00 PM

Myndlistarsýningin Gæsahúð / Fleur de peau / Facetime opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 25.júlí 2020 KL 16 með verkum myndlistarmannanna Margrétar Helgu Sesseljudóttur, Serge Comte, Guillaume Paris, Séverine Gorlier, Paola Salerno og Haraldar Jónssonar. Hópurinn er samsettur úr þremur kynslóðum frá Íslandi, Frakklandi og Ítalíu sem í áranna rás hafa tengst úr ólíkum áttum en koma nú öll saman í fyrsta sinn. Gæsahúð/Fleur de peau/Facetime tekur á sig ýmsar myndir og vísar titillinn í leiðarstef sýningarinnar sem er millibilið og samtímis víxlverkun líkama og umhverfis, tilfinninga og arkitektúrs, skynjunar og rýmis á þessum tímamótum. Verkin á sýningunni leiða um svæðið, teygja sig milli hæða og fléttast um króka og kima byggingarinnar.

Listamennirnir nálgast staðhætti á ýmsa lund með myndvörpunum, hitamyndum, í hljóðverkum, innsetningum, teikningum og ljósmyndum. Verkin kallast á og mynda sérstakan samhljóm þegar þau mætast og tengjast á margslunginn hátt við þessi heimsendamörk.Við opnun sýningarinnar verður frumfluttur gjörningur.

Frekari upplýsingar veitir Haraldur Jónsson, comet@simnet.is og í síma 860868 / Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450

http://verksmidjanhjalteyri.com https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri/https://alertalert.cargo.site/Gasahud- Fleur-de-Peau-Facetime

Sýningin og koma listamannanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði, Hörgársveit, Myndlistarsjóði, Rannís, Franska sendiráðinu og Menningarráði Grenoble, Frakklandi.

Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist en einnig námskeið listaskóla. Verksmiðjan á Hjalteyri var handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com