IMG 2523

GADDAR

Gunnhildur Þórðardóttir ofnar sýningu sína GADDAR laugardag 14. maí kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, 

Titill sýningarinnar vísar í hið oddhvassa sem kemur bæði fyrir í skúlptúrunum og í málverkunum á sýningunni. Einnig hefur titillinn tengingu í pönkið og málminn en tónlist er alltaf mikill innblástur í verkum listamannsins. Gunnhildur skoðar samband milli andstæðra tilfinninga sem fólk upplifir við að skoða verkin þar sem gaddarnir eða oddarnir eru í senn heillandi og vekja ugg eða minna á fjöll. Gunnhildur nýtir efni sem til fellur enn á ný s.s. afskurði af ýmsum toga og endurnýtir í listaverk en sjálfbærni er henni ofarlega í huga. Á sýningunni eru bæði tví -og þrívíð verk.

Listamaðurinn Gunnhildur Þórðardóttir tekur þátt í listamannaspjalli sunnudag 15. maí kl.12.

þann 18.maí á Íslenska safnadeginum verður sýningin einnig opin kl.14-17.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain. Þetta er 16 einkasýning hennar, þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Sýningin stendur til 22. maí en galleríið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Ókeypis aðgangur.

 Sjá nánar um sýninguna á vefsíðunni https://www.facebook.com/groups/289504904444621/ og www.gunnhildurthordardottir.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com