Portrait G Vefur

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 heldur myndlistarmaðurinn Gudrun Brückel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Moving houses, moving mountains. Þar mun Gudrun fjalla um grunnreglur við gerð klippimynda, út frá eigin verkum, en hún vinnur mestmegnis með form náttúrunnar og arkitektúr.

Gudrun Brückel er fædd árið 1954 í Leonberg, Baden-Württemberg í Þýskalandi og nam listfræði í Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart og listmálun í Hochschule der Künste í Berlín undir handleiðslu Max Kaminski og Bernd Koberling. Hún kenndi myndlist í Suður-Þýskalandi á árunum 1980-1985 en hefur síðan starfað sem myndlistamaður og kennari. Gudrun hefur haldið fjölmargar einkasýningar síðan 1978 og tekið þátt í samsýningum. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðunni www.gudrunbrueckel.de.

Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistafélagsins. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Rachel Lorna Johnstone, Árni Árnason, Anita Hirlekar, Claudia Mollzahn, Kristín Margrét Jóhannsdóttir, Klængur Gunnarsson og Freyja Reynisdóttir, Mille Guldbeck og Lisa Pacini og Christine Istad.

Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:

 1. janúar Gudrun Bruckel, myndlistarkona
  26. janúar Rachael Lorna Johnstone, prófessor
  2. febrúar Árni Árnason, innanhússarkitekt
  9. febrúar Anita Hirlekar, fatahönnuður
  16. febrúar Claudia Mollzahn, myndlistarkona
  23. febrúar Kristín Margrét Jóhannsdóttir, aðjúnkt
  1. mars Tilkynnt síðar
  8. mars Klængur Gunnarsson og Freyja Reynisdóttir, myndlistarmenn
  15. mars Mille Guldbeck, myndlistarkona
  22. mars Lisa Pacini og Christine Istad, myndlistarmenn
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com