Fyrirlestur um listræna upplifun í Listaháskóla Íslands föstudaginn 17.apríl.

Lecture_Emotional–Reactions

Hádegisfyrirlestur í Listaháskóla Íslands:

Hvernig verður listræn upplifun til?

Föstudaginn 17. apríl kl. 12.30 heldur Hildur Inga Björnsdóttir cand.mag. fyrirlestur um tilurð
listrænnar upplifunar í Listaháskóla Íslands, fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.
Fyrirlesturinn er einn af fjölmörgum viðburðum utandagskrár á Sequences myndlistarhátíðinni og
verður haldinn á ensku. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Hildur Inga Björnsdóttir er stundakennari í fræðigreinum við Listaháskóla Íslands í hönnunar- og
arkitektúrdeild. Í fyrirlestrinum fjallar Hildur um helstu niðurstöður meistaraverkefnis síns í
sjónrænni menningu við Háskólann í Kaupmannahöfn. Við gerð verkefnisins blandar hún saman
tveimur aðferðum, listrænni sköpun og fræðilegri rannsóknarvinnu, og leitast þannig við að þróa
nýja leið til að varpa ljósi á dulin hegðunarmynstur fólks sem ekki eru sýnileg í gegnum svipbrigði
eða líkamstjáningu.
Í stöðu skapandi og íhuguls áhorfanda notar Hildur vídeógerð til að kanna hvernig dans á
gagnvirku sviði getur framkallað ólík tilfinningaáhrif í líkama sínum. Til að gera innri upplifun sinni
skil á sjónrænan hátt skapar hún tengingu á milli sín og dansaranna með vídeógerð og umbreytir
þannig upplifun sinni af því að horfa á dansinn í nýtt verk.
Með því að bera saman endurtekningarform dansins við vélrænt form vídeósins rannsakar Hildur
hvort hægt sé að nota þetta endurtekningarform fyrir listræna upplifun áhorfandans með
þverfaglegri tengingu við fyrirbærafræði og fræðikenningar í heimspeki, dansrannsóknum og
sálfræði.
Á svipaðan hátt og dansarar læra að dansa með endurtekningu hreyfinga sinna færir Hildur rök
fyrir því að áhorfandinn upplifi dansinn í gegnum endurtekningu sinna eigin tilfinninga. Hún flokkar
upplifunina niður í fimm stig og greinir skynjun líkamans á hverju stigi fyrir sig.
Með því að spegla mannlegum eiginleikum á stafrænt form vídeósins varpar verkefnið ljósi á
hvaða möguleikar og takmarkanir felast í því að nota stafræna tækni til að rannsaka mannlega
hegðun. Þá getur fólk í skapandi greinum, s.s. listamenn, hönnuðir, kvikmyndagerðar- og
fjölmiðlafólk, hagnýtt sér niðurstöður verkefnisins til að segja fyrir um gæði upplifunar af myndefni
og viðburðum.

Lecture at the Iceland Academy of the Arts: The Emergence of Emotional Reactions within the Arts
Friday, April 17 at 12.30 PM,

Cand.mag. Hildur Inga Björnsdóttir will give a lecture about emotional
experience within the arts at the Iceland Academy of the Arts, Department of Fine Art’s lecture hall
at Laugarnesvegur 91. The lecture is part of Sequences 7, Off Venue Program, and will be held in
English. Entrance is free and welcome to all.

Hildur Inga Björnsdóttir is a lecturer in design theory at the Iceland Academy of the Arts,
Department of Design and Architecture. At the lecture, Hildur presents the findings of her master’s
thesis in Visual Culture at the University of Copenhagen. Through a combination of an academic
research with an artistic practice of video creation, Hildur attempts to develop a new way of
exposing various reactions of the human body through an emotional experience within the arts.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com