Af7c633c 3ec4 4e7d 90f0 65e2b9468af6

Fyrirlestur: Tinna Gunnarsdóttir, laugardag 1. apríl á Kjarvalsstöðum

Laugardag 1. apríl kl. 14 á Kjarvalsstöðum
Tinna Gunnarsdóttir er vöruhönnuður og á verk á sýningunni Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld. Tinna einbeitir sér að staðbundinni framleiðslu og mun segja frá verkefnum sínum.

Tinna hefur um langt skeið unnið með íslenskum framleiðslufyrirtækjum og handverksfólki. Verkin hafa ýmist verið gerð sem einstakir hlutir eða framleidd í takt við eftirspurn.

Sem hönnuður rannsakar Tinna umhverfi sitt með hjálp hversdagslegra nytjahluta.Viðfangsefni hennar eru jöfnum höndum einkarými heimilisins eða í náttúrulegu samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig ferskt sjónarhorn, útvíkkaða upplifun – skemmtilega brenglað samhengi.

Íslenskt landslag hefur síðastliðin ár haft mikil áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning sem hún miðlar í gegnum efnislega hluti eða með hugmyndafræðilegum hætti í myndböndum og texta.

Á sýningunni Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld eru nokkur framúrskarandi verkefni sem hvert um sig endurspeglar með skýrum hætti ólík viðfangsefni vöruhönnunar. Þannig fæst innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár. Á sýninguna hafa verið valdir hönnuðir og fyrirtæki sem vinna hver út frá sinni áherslu. Um leið og verkefnin endurspegla fjölbreytileika fagsins sýna þau tækifærin sem samfélaginu standa til boða með því að nýta krafta skapandi hugsunar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com