Fyrirlestur og listamannaspjall: Monika Grzymala, Hafnarhús, sunnudag 18. janúar kl. 15

2f81303e-711e-41ae-ac2f-e8f8ad787530
Fyrirlestur og listamannaspjall: Monika Grzymala, Hafnarhús, sunnudag 18. janúar kl. 15

Fyrirlestur og listamannaspjall Moniku Grzymala á síðasta degi sýningarinnar Myndunar, alþjóðlegrar samsýningar sjö listamanna í Hafnarhúsi.

Monika Grzymala er þekkt fyrir staðbundnar innsetningar í formi þrívíðra teikninga sem verða til við henna könnun á aðstæðum, upplifun og hughrifum  af þeim stöðum hún sýnir á hverju sinni. Innsetningar listamannsins eru unnar með ýmsum hverfulum efnum – svo sem límbandi, handgerðum pappír og fundnu efni – og verkin eru þannig tímabundin inngrip í umhverfið. Verk Grzymala hafa verið sýnd víða um heim á undanförnum árum, m.a. í MoMA í New York (2010), á tvíæringnum í Sydney (2012),  tvívegis í FRAC Lorraine Collection í Metz (2011 og 2013) og í Kunsthalle Hamburg (2013). Grzymala er fædd í Póllandi en hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1980 og starfar í dag í Berlín.

Fyrir sýninguna Myndun vann Monika Grzymala  verkið “The making of Forming Something New”, blekteikningar á pappír sem sendar voru gegnum faxtæki á sýningartímabilinu. Á fyrirlestrinum mun Gryzmala fjalla um listsköpun sína og í framhaldi ganga með gestum um sýninguna og segja frá verki sínu. Á sýningunni eru einnig verk eftir Tomas Saraceno, Ernesto Neto, Rögnu Róbertsdóttur, Ryuji Nakamura, Rintaro Hara og Mona Hatoum. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir.

Fyrirlesturinn hefst kl. 15 og fer fram á ensku. Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com