Fyrirlestur Kristins E. Hrafnssonar í Þjóðminjasafninu

a-veglausu-hafi-1_1

 

Þriðjudaginn 17. febrúar klukkan 12 heldur Kristinn E. Hrafnsson fyrirlestur í tengslum við sýninguna Á veglausu hafi.

Sýningin var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sl. laugardag en þar eru sýnd verk eftir myndlistarmanninn Kristinn E. Hrafnsson ásamt gripum úr Þjóðminjasafninu og Byggðasafninu á Skógum.

Með innsetningu sinni veltir listamaðurinn upp hugmyndum um hvernig fólk hefur staðsett sig í umhverfinu í gegnum tíðina, hvort sem er á landi eða á sjó. Fjölmörg verka Kristins í opinberu rými fjalla einmitt um staði, tíma og sögu. Kristinn hefur rannsakað tilgang ýmissa gripa sem hafa hjálpað fólki til að rata og hafa slíkir gripir orðið kveikja að listsköpun hans og vangaveltum.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com