IMG 1968

Fylgjur: síðasti sýningardagur og ljóðalestur á Sumardaginn fyrsta

Gunnhildur Þórðardóttir – Fylgjur – síðasti sýningardagur og ljóðalestur á Sumardaginn fyrsta kl.15 Í Kirsuberjatrénu

Sýningunni Fylgjur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur lýkur á morgun á Sumardaginn fyrsta, en hún var opnuð 8. apríl sl. í Kirsuberjatrénu. Á sýningunni eru nýjar ætingar, ljóð og skúlptúrar þar sem listamaðurinn er að skoða tengsl sín við vatn og verur, hvernig ósýnilegir kraftar beggja hafa áhrif á umhverfi og manneskjur. Listamaðurinn mun vera á staðnum með spjall og ljóðaupplestur kl. 15 m.a. úr óútkominni ljóðabók sinni Götuljóð sem er fjórða ljóðabók hennar en áætlað er að bókin komi út seinna á árinu.
Opið í Kirsuberjatrénu á morgun 10-17. Allir velkomnir.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com