20988520 10156519965368452 6486654026998517724 O

Fylgjendur og Götuljóð Gunnhildar Þórðardóttur í Keflavík, 31. ágúst

Sýningin Fylgjendur og Götuljóð með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð fimmtudag 31. ágúst kl. 19 í Fischerhúsinu á Hafnargötu í Kelfavík í tilefni Ljósanætur. Á sýningunni eru nýjar ætingar, ljóð og skúlptúrar þar sem listamaðurinn er að skoða tengsl sín við umhverfið og þeirra vætti, hvernig ósýnilegir kraftar hafa áhrif á manneskjur og dýr. Á sýningunni mun listamaðurinn kynna sína fjórðu og nýjustu ljóðabók, Götuljóð. Ljóðin skrifar hún á íslensku og ensku og myndskreytir. Ljóðin lýsa upplifun höfundar á umhverfi sínu í hnattvæddum heimi þar sem landamæri eru óskýr og skynjun á tíma og rúmi eru síbreytileg. Enn á ný eru viðfangsefnin umhverfið, manneskjan og jafnrétti sem oft eru gerð skila á gagnrýninn hátt. Upp úr standa þó sömu gildin sem gera okkur mennsk. Sýningin stendur til sunnudags 3. september og er opin fimmtudag 19-22, föstudag 14-18, laugardag 14-18 og sunnudag 12-14. Höfundur mun lesa upp úr ljóðabókinni á opnuninni. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar Gunnhildur í síma 8983419.    

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com