Image003

Furðuverur spjalla saman – Listasmiðja í Hafnarborg

Hafnarborg býður börnum og fjölskyldum að koma saman og taka þátt í listasmiðju sunnudaginn 19. mars kl. 15. Listasmiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Rósa, innsetningu eftir Siggu Björg Sigurðardóttur sem nú stendur yfir í Sverrissal safnsins. Sýningin fjallar um veruna Rósu og heiminn í kringum hana. Rósa er af óljósri tegund – hvorki manneskja eða dýr, en glímir við mennskar tilfinningar og aðstæður. Í salnum getur að líta aðrar verur sem tengjast Rósu á einn eða annan hátt í formi skúlptúra, teikninga og myndbandsverks.

Sigga Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1977, hún útskrifaðist frá LHÍ 2001 og lauk síðan MFA gráðu í myndlist frá Glasgow School of Art 2004. Sigga Björg hefur sýnt ein og í samstarfi við aðra víða um heim og verk hennar eru í eigu safna hér á landi og erlendis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com