Funf

FÜNF

Listamengið Festisvall opnar sýninguna FÜNF, samsýningu íslenskra, þýskra og hollenskra listamanna í verkefnarýminu Port við Laugaveg 23b. Sýningin samanstendur af 18 silkiprentuðum myndverkum, sem eiga það sameiginlegt að fást við þemað matur og er óhætt að setja að listamennirnir hafi unnið hugmyndir sínar í afar ólíkar og spennandi áttir, en viðfangsefnin teygja sig allt frá matarsóun til mannáts. Sýningin sem um ræðir hefur nú þegar komið víða við, en haustið 2015 var hún sett upp í verkefnarýminu SomoS í Berlín, á leyni-hosteli í Leipzig og í tækni- og listastofnuninni Mediamatic í Amsterdam.

Sýningin opnar fimmtudaginn 16. júní kl. 17 og boðið verður upp á rjúkandi heitt kaffi frá Reykjavík Roasters og með því. Jafnframt eru gestir hvattir til að kíkja við yfir hátíðarhöldin þann 17. júní.

Vefslóð á facebook viðburð.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com