Ffólksins

Fundur fólksins 2.-3. september

FUNDUR FÓLKSINS er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu dagana 2. – 3. september 2016. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.
Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá hádegi til kvölds, bæði innan og utandyra.
Rætt verður um pólitíska hugmyndafræði á annan hátt en færi gefst í pólitísku þrasi hversdagsins.
Dagskráin saman stendur af atriðum meðal annars frá:

• Öllum stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi
• Stjórnarskrárfélaginu
• Samtökum atvinnulífsins
• Hagsmunasamtökum heimilanna
• Búseta
• Velferðarráðuneytinu
• Bændasamtökum Íslands
• Neytendasamtökunum

FUNDUR FÓLKSINS var haldinn í fyrsta skipti hér á landi 11.-13. júní 2015 og voru þá yfir 150 atriði voru á dagskrá frá 40 félagasamtökum. Þótti fundurinn takast afar vel en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri á öllum hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu.

Viðburðurinn á facebook.

Aðstandendur: Félagsmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Almannaheill samtök þriðja geirans og Norræna húsið.

www.fundurfolksins.is

og á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com