Fundargerð Aðalfundar Sambands Íslenskra Myndlistarmanna 29. apríl 2017

Fundargerð Aðalfundar Sambands Íslenskra Myndlistarmanna 29. apríl 2017

 

 

Fundur settur. Fundarstjóri Helga Óskarsdóttir. Erla Þórarinsdóttir ritari.

 

Dagskrá aðalfundar:

 

  1. Skýrsla stjórnar

– Jóna Hlíf formaður SÍM las skýrsluna. Skýrslan er 13 bls. en þar vegur vinna við framkvæmd Framlagssamninginn mest.

Félagsmenn eru nú 797 og hefur fjölgað um 22 milli ára.

 

  1. Reikningar

– Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri SÍM fór yfir ársreikninginn.

Skipt var um endurskoðanda í ár og tók fyrirtækið Skattur og bókhald að sér endurskoðun á reikningum SÍM, gert er ráð fyrir að kostnaður lækki verulega við þessar breytingar. Félagið var rekið með hagnaði uppá 500 þúsund 2016.

 

  1. Stjórnarkosningar

– Anna Eyjólfsdóttir og Starkaður Sigurðarsonur buðu sig framm og eru þau sjálfkjörin. Erla Þórarinsdóttir tekur sæti varamanns.

Eftirtaldir stjórnarmenn og formaður SÍM voru kjörnir til tveggja ára í apríl 2018:

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Steingrímur Eyfjörð aðalmaður, Eirún Sigurðardóttir aðalmaður og Klængur Gunnarsson varamaður.

 

  1. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð smbr. 9. gr.

-Ágúst Bjarnason er áfram í Sambandsráði.

 

  1. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs

-Gerla er kosin áfram fjárhagslegur skoðunarmaður.

 

  1. Lagabreytingar.

-Engar að sinni

 

  1. Ákvörðun félagsgjalda

-Félagsgjöld eru óbreytt. Hækkuðu í fyrra upp í 18.000:-

 

Önnur mál

-Varðandi Artótek kom tillaga um að athuga hvort grunnur sé fyrir að halda úti artóteki í Grafarvogi þar sem búa 22000 manns, og eins í Gerðubergi í Breiðholti.

 

-Arkív mun opna í október á degi myndlistar. Kynning verður gerð til myndlistarmanna sem uppfæra sinn hlut, og til notenda.

 

-Dómsmál vegna krafna frá Hrafnhildi Sigurðardóttur fyrrverandi formanni.

SÍM var sýknað af öllum kröfum og fær 500 þúsund upp í málskostnað. Fögnum við niðurstöðunni sem er mikill léttir fyrir félagið.

 

-Tillaga varðandi framlagssamninginn: vinna að því að Alþingi sem er löggjafavald, setji lög um að myndlistarmönnum verði borgað fyrir vinnu sína og að greitt verði lágmark eftir framlagssamningnum.

 

-Ólafur Ólafsson (Ólafur og Libia) leggja til að bann við að hafa börn í gestavinnustofum verði aflétt. Málið var rætt. Núverandi fyrirkomulag á gestavinnustofunum SÍM og gestaherbergi býður ekki upp á að vera þar með börn. Spurning hvort SÍM geti fundið hentuga íbúð fyrir barnafólk.  Fundurinn þakkar ábendinguna og mun vera vakandi fyrir húsnæði sem gæti hentað.

 

-Myndlistarsjóður. SÍM leggur áherslu á að Myndlistarsjóður sé fyrir myndlistarmenn, en Safnarsjóður er sjóður safna. Tími er kominn á að endurskoða þann hátt sem hafður er við úthlutunum úr sjóðnum, beturumbæta regluverkið og tryggja virkni hans.

 

Við viljum að okkar fag sé virt að verðleikum og að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnu. Við líðum ekki að mannréttindi séu brotin. Við krefjumst réttlætis.

 

Við fögnum sjónvarpsþáttum sem fræða um myndlist og viljum sjá meiri og frekari fræðslu fyrir almenning.

 

-Tillaga að eldri borgarar og öryrkjar greiði lægri félagsgjöld.

Eldri borgarar greiða ekki félagsgjöld og öryrkjar fá 75% afslátt. Í SÍM er eldri borgari 70 ára.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com