Fundargerð 15. stjórnarfundur SÍM 7. Ágúst 2015

Fundargerð 15. stjórnarfundur SÍM 7. Ágúst 2015

 

Mættir: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður, Steingrímur Eyfjörð, Helga Óskarsdóttir og Sigurður Valur.

 

 

 1. Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

 

 1. Við borgum myndlistarmönnum

Boðað verður til fundar 26. ágúst n.k. með hagsmunaaðilum til að ræða drög að samningi um sýningarþóknun til myndlistarmanna. Farið verður fram að að þeir við gefi SÍM stuðnings yfirlýsingu vegna samningsins.

Heimasíðan „ Við borgum myndlistarmönnum „ er í smíðum. Helga Óskarsdóttir tók að sér að smíða síðuna.  Á heimasíðunni verður samningurinn kynntur í heild sinni.

Gert er ráð fyrir að birta stuðningsyfirlýsingar á heimasíðunni og brot úr könnuninnu sem gerð var á kjörum félagsmanna.

 

Haldinn verður stór félagsfundur í Iðnó 13. November þar sem félagsmönnum verður kynntur samningurinn. Heimasíðan á þá að vera tilbúin. STARA kemur út 19. Nóvember og er ritið að þessu sinni helgað baráttunni fyrir bættum kjörum myndlistarmanna. Áætlað er að prenta

Ritið í 1.000 eintökum til að dreifa sem víðast.

SÍM ætlar að láta búa til 150 töskur undir samninginn, með áletrun báðum megin og barmmerki.

 

 1. Félagsfundur, ný heimasíða, bæklingur

Félagsfundur verður haldinn 5. Sept. n.k. í SÍM húsinu. Verið er að vinna nýja heimasíðu SÍM og verður hún tilbúin 5. Sept. nk.

Einnig er verið að vinna nýja heimasíðu Dags Myndlistar og nýjan bækling um starfsemi

SÍM, bæði á íslensku og ensku. Bæklingurinn verður tilbúinn með haustinu.

 

Á dagskrá fundarins verður:

Kynning á nýrri heimsíðu SÍM

Kynning á BHM – Bandalagi Háskólamanna

STARA kemur út.

MANELE DAM sýningarstjóri verður með kynningu.

VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

Jóna Hlíf Halldórsdóttir,formaður SÍM  segir frá herferðinni “Við borgum myndlistarmönnum”

 

 1. KÍM

Formaður segir frá aðalfundi KIM.  Vel mætt á fundinn, m.a. fulltrúar frá Myndlistarráði, Íslandsstofu og safnstjórar stóru listasafnanna.

Stofna á starfshóp til að móta framtíðarstefnu Feneyjatvíæringsins. Lagt er til að formaður SÍM eigi sæti í þessum starfshópi.  Starfshópurinn mun fara vandlega yfir umsóknarferlið.

Þátttaka Íslands í ár hefur haft mikið fjárhagslegt tjón fyrir KÍM og ræður þar miklu mikill lögfræðikostnaður í Feneyjum. kostnaður lögfræðikostnaður mjög hár.

 

 1. STARA
 2. tölublað STARA kemur út 4. Sept. n.k. og er þema blaðsins Feneyjatvíæringurinn.
  Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM fjallar um ferlið við val á framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins.
  Hlynur Helgasson skrifar áhugaverða og ýtarlega grein um Listina, samfélagið og tjáningarfrelsið.
  Jón Proppé fjallar um samsýninguna Listería sem var sett upp í ókláruðu safnhúsi á Nesi.
  Vinnustofuviðtal við Eygló Harðardóttur, en hún er í vinnustofu SÍM í Súðarvogi.
  Guðni Tómasson fjallar um verkið Moska eftir Christoph Büchel, sem er framlag Íslands 2015 til Feneyjatvíæringsins.

 

 1. UMM.IS

SIM fékk annað tilboð í endurhönnun Umm síðunnar. Ákveðið að halda áfram með verkefni. Lagt upp með að síðan verði auðveld, aðgengileg og lifandi. SÍM leggur áherslu á að síðan verður tilbúin snemma árs 2016.

 

 1. BHM.

SÍM mun kynna BHM á næsta félagsfundi sem verður 5. September kl. 13. Í SÍM húsinu.

 

 1.  Önnur mál.

Erindi frá Rúrí tekið fyrir, formaður svarar.

Erindi frá Gestavinnustofu- og verkstæðis Listamiðstöðinn í Hollufgård í Danmörku.

Þeir vilja gjarnan komast í samstarf við SÍM með vinnustofuskipti í huga. Ákveðið að

Koma á þessu samstarfi árið 2016. Sjá heimasíðu : http://gah.dk/

 

Lagt til að SIM stefni að því að stofna sameiginleg verkstæði og efnissöðu innan 5 ára.

 

 

Fundi slitið

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com