Fundagerð Stjónarfundur 19. Desember 2014

Fundagerð Stjónarfundur 19. Desember

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, Erla Þórarinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð

 

 1. Fundagerð síðasta fundar til samþykktar:

Stjórn samþykkir fundagerð síðasta fundar.

 

 1. Höfundarréttalög vegna birtingar í sarpi – til umræðu:

Formaður SÍM hefur rætt við aðila sem sóttu fundinn, ákveðið er í framhaldinu að SÍM vinni að opnum fundi með FÍSOS.

 

 1. Svarbréf frá Hafnaborg til Gunnhildar til umræðu.

Ákveðið hefur veirð að bjóða Ólöfu til fundar með stjórn SÍM þar sem að við ræðum málin og skoðum hvernig hægt er að koma á betra samstarfi um birtingu listaverka hjá Hafnaborg.

 

 1. Dagskrá Aðalfundar til umræðu:

Stefnt er á að halda aðalfundinn á Iðnó og skoða utanaðkomandi erindi sem eru samtengd starfsumverfi myndlistar.

 

 1. Fundartími næsta árs – til umræðu og ákvörðunar.

Fundartímar eru samþykktir.

 

 1. Myndlistasjóður – Aðgerðir og fundir í krísuhópnum – til umræðu

Stjórn SÍM þykir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að skera myndlistarsjóð niður um 44% annað árið í röð algjörlega óásættanlegt og alls ekki í samræmi við hverju myndlistin er að skila til samfélagsins og veruleikann sem að við búum í. Þrátt fyrir mikinn stuðning úr myndlistarumhverfinu á Íslandi og systursamtökum SÍM á Norðurlöndunum. Ásamt kerfisbundnum fundum með þrýstihóp samsettum af aðilum úr myndlist.

 

 1. ára samningur við Reykjavíkurborg vegna Muggs – til umræðu

Framkvæmdarstjóri SÍM fyrir hönd sambandsins sótti um til Reykjavíkurborgar og fékk auka framlag sem nemur 800.000 kr sem verður til þess að hver vika sem hlýst í styrk hækkar upp í 45 þúsund.

 

 1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir 2015 – til umræðu

Formaður SÍM kynnir á næsta stjórnarfundi nýja fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Hún mun senda áætlunina rafrænt fyrir fundinn.

 

 1. Ritstjórn fyrir STARA – til umræðu og ákvörðunar

Ákveðið hefur verið að setja saman ritstjór, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Elísabet, Formðaur hefur samband við JBK Ransu, og sækist eftir tilnefningu frá listfræðifélaginu.

 

 1. Verkáætlun starfshóps launasamninga – til umræðu

Samband Íslenskra sveitafélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafna bæði boðinu um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Formaður átti góðan fund með starfshópnum og búði að skilgreina hlutverk og starf hópsins. Formaður finnur fyrir jákvæðni gagnvart starfinu framundan.

 

 1. Aðalfundur BÍL í febrúar – til umræðu

Fyrirsögn aðalfundar BÍL er: Varpað verður fram spurningu um hvort að það sé ekki þörf á sér Menningarmálaráðuneyti á Íslandi.

 

 1. Samstarf við The North Norway Visual Artists

Hópurinn kemur hingað til lands í mars 2016. Formaður er jákvæður fyrir því að taka vel á móti þeim og kynna fyrir þeim myndlistarstarfsumhverfið á Íslandi.

 

 1. IAA Executive Committee fundur næst haldinn í Pilsen í Tékklandi, október 2015 – til umræðu og ákvörðunar.

Formaður og framkvæmdarstjóri fara fyrir hönd SÍM og er það fjármagnað sérstaklega frá ráðuneytinu.

 

 1. Hugarkort – til umræðu

Elísabet og Kristín munu vinna að uppsetningu kortsins, það verður tilbúið fyrir aðalfund SÍM.

 

 1. Listamannalaun – 3 greinar til birtingar – til umræðu og samþykktar

Árlega við úthlutlun listamannalauna verður umræðan í samfélaginu oft neikvæð, til að stuðla að skilningi og faglegri umfjöllun um listamannalaun leggur formaður til að hún hafi samband við myndlistarmenn og fræðimenn úr samfélaginu að þeir taki þátt í umræðunni með því að skrifa um starfið og taki ólíkar nálganir á umræðuna.

 

 1. Annað

Formaður verður frá í janúar, hún mun starfa frá Akureyri á þessum tíma. Framkvæmdarstjóri minnir á að það þurfi að auglýsa eftr umsóknum frá félagsmönnum. Lögfræðingur SÍM hefur ekki heyrt frá VR vegna máls fyrirverandi formanns SÍM. Könnun félags

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com