Reality In Other Words1

FULLKOMLEGA ÓHEIÐARLEG – SAMSÝNING TÍU LISTAMANNA Í SÍM SALNUM

FULLKOMLEGA ÓHEIÐARLEG

Miðvikudaginn 11. október kl. 16.30 opnar sýningin Fullkomlega Óheiðarleg

í SÍM salnum í Hafnarstræti 16. Sýningin er opin alla virka daga, á opnunartíma SÍM, frá 10-16 og henni lýkur þann 24. október. Allir velkomnir!

Sýningin Fullkomlega Óheiðarleg er samsýning tíu myndlistamanna sem útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Flest hafa þau sótt framhaldsnám í myndlist erlendis og sýna nú í fyrsta skipti saman, tæpum tíu árum síðar í SÍM salnum í Hafnarstræti. Titill sýningarinnar varð til í samtali hópsins og hver má draga sína ályktun af honum. Fullkomlega Óheiðarleg eða Ófullkomlega Heiðarleg, allt eftir samhengi. Titillinn er í raun sjálfstætt verk sem túlka má á margan hátt. Hugmyndin að sýningunni kviknaði í samtali um þörf mannsins til þess að skilja tilvist sína og staðsetja sjálfan sig hvort sem er í stórbrotnu samhengi við sólina eða smávægilegu samhengi egósins. Í hópnum sem nú sýnir í SÍM býr ólgandi kraftur og mikil orka. Með sýningunni vilja þau rannsaka þann dýrmæta sköpunarkraft sem í þeim býr og hefja samtal sem leitt getur áhorfandann á áður ókannaðar slóðir. Verkin á sýningunni eru unnin í ýmsa miðla og má finna skúlptúrverk, ljósmyndir, málverk, teikningar, hljóðverk, útiverk og uppákomu.

 

Listamenn:
Etienne de France
Eva Ísleifs
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Logi Bjarnason
Páll Haukur Björnsson
Rakel McMahon
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Una Sigurðardóttir
Unndór Egill Jónsson

Umsjón með sýningu:
Ástríður Magnúsdóttir
Páll Haukur Björnsson

 

Rakel McMahon – Reality in other words – 2017

 

Heimasíður listamanna:

Etienne de France:
http://www.etiennedefrance.com

Eva Ísleifs:
http://www.evaisleifsdottir.com

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir:
http://cargocollective.com/johannakristbjorg

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir:
http://dottir.info

Logi Bjarnason:
http://logib.tumblr.com

Páll Haukur Björnsson:
http://pallhaukur.com

Rakel McMahon:
http://www.rakelmcmahon.com

Steinunn Gunnlaugsdóttir:
http://www.sackofstones.com

Unndór Egill Jónsson:
http://unndoregilljonsson.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com