Fuglaljósmynd

Fuglaljósmyndasýning Árna Árnasonar í Listhúsi Ófeigs

SUMARGESTIR

Sýning á fuglaljósmyndum Árna Árnasonar, í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 16. maí til 17. júní 2020

Á sýningunni má sjá um 60 ljósmyndir af algengum fuglum í náttúru Íslands. Um 40 fuglategundir koma þar við sögu, fjórðungur tegundanna eru fuglar sem halda sig allt árið hér á landi en flestar eru myndirnar af fuglum sem gleðja okkur með veru sinni hér á landi að sumarlagi. Marga fuglana má sjá í eða við þéttbýli en nokkur hluti þeirra heldur sig helst fjarri þéttum byggðum. 

Myndirnar eru að mestu teknar að sumarlagi á undanförnum fjórum árum, á höfuðborgarsvæðinu, víðs vegar um sunnanvert landið og einnig á landinu norðanverðu. Árni Árnason, kennari, höfundur og þýðandi, hefur tekið myndirnar. Árni er áhugaljósmyndari og fæst aðallega við að mynda fugla. Pétur Thomsen ljósmyndari annaðist prentun myndanna. Allar myndir á sýningunni eru til sölu.

Sýningin verður opnuð kl 14.00 til 17.00 laugardaginn 16. maí. Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað óperusöngkona og Arngunnur Árnadóttir klarínettuleikari munu flytja íslensk og erlend lög tengd fuglum kl. 15.00 og 16.00 á opnunardegi.

Listhúsið er opið virka daga frá kl. 11.00 til 18.00 og 11.00 til 17.00 á laugardögum.

Sýningin stendur til 17. júní.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com