Frumsýning stuttmyndarinnar ROF og 3 ára afmæli VINNSLUNNAR í Tjarnarbíó laugardaginn 16. mai.

11127373_970660269619846_7587952561400586221_o

 

Listahópurinn Vinnslan er 3. ára núna í maí og af því tilefni ætlar hópurinn að frumsýna stuttmyndina sína ROF, en hún er búin að fara á flakk erlendis síðastliðið ár. Að auki mun Vinnslan opna glænýja vefsíðu með pompi og prakt.
Til að fagna með okkur munu nokkrir listamenn setja verk sín upp í anda Vinnslunnar.

Dagsetning: Laugardaginn 16. maí

Staður: Tjarnarbíó

Kl: 21:00-01:00

Verð: 1000 kr

Tilboð á barnum

 

Rof – stuttmynd framleidd í iðjum jarðar

Listahópurinn Vinnslan hefur nú framleitt sína fyrstu stuttmynd, ROF, og er myndin búin að vera á flakki erlendis síðasta árið. Hefur hún til dæmis keppt til verðlauna í experimental hóp á Bornshorts films festival, komst í forval Green Film festival in Seoul, inn á  International Festival Signes de Nuit, auk sérstakrar kynningar í Stigmart videofocus tímaritinu.

Myndin var tekin 120 metra ofan í jörðinni, í eina manngengna kvikuhólfu heimsins; Þríhnjúkagíg. Myndin fjallar um tengingu og rof mannsins við náttúru og móður jörð.

Á afmælishátíðinni mun ROF vera frumsýnd í sal Tjarnarbíós!

https://www.facebook.com/rofshortfilm

 

Vinnslan AFMÆLI!

Vinnslan verður þriggja ára í maí 2015, og hefur síðast liðin þrjú ár haldið átta vinnslur, flestar í Norðurpólnum, en einnig í Tjarnarbíó, niðrá gömlu Reykjavíkurhöfn og á Húsavík.

Um 130 listamenn og hópar hafa tekið þátt í Vinnslunni –sem dæmi má nefna Hljómsveitt, Ragnheiði Hörpu, Ragnhildi Jóhannsdóttur, VaVaVoom Theatre, Milla Snorrason, Snorri Helgason, Elín Anna Þórisdóttir, Kælan Mikla, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjartmar Þórðarsson, Háaloftið, Mar Cuervo, Peter Pendergrass, Spegilbrot, Steinunn Ketilsdóttir, Bedroom community og margir fleiri.

Og um 300 gestir sækja yfirleitt hverja vinnslu. Hér má sjá þætti frá vinnslu #5, sem var jafnframt síðasta vinnslan í Norðurpólnum:

 

https://www.youtube.com/playlist?list=PLlhtCT5fgfqSOii6xf6sH1oAWDZPXN8Z9&fb_action_ids=10206142787906071&fb_action_types=og.shares

 

16. maí ætlum við að fagna saman þessum stóra áfanga og þessum góðu viðtökum með sl. 3 ár með frumsýningu fyrstu stuttmyndar hópsins Rof.

Þeir gestalistamenn sem munu taka þátt í afmælishátíðinni eru:

 

Gunnhildur Þórðardóttir

Harpa Einarsdóttir

Mirte Bogaert og Juliette Louste

Ólafur Freyr Ólafsson

DJ Sigrún Skafta (Kanilsnældur)

Veronique Vaka

 

Að auki hefur vinnslan fengið til liðs við sig hönnunarteymið þorleif gunnar gíslason og geir ólafsson til að hanna nýtt lúkk og logo vinnslunnar, en þeir hafa unnið til magra hönnunarverðlauna hér á landi. Í samvinnu við hönnuðinn elvar smára júlíusson og myndskreytinn og myndlistarmanninn guðrúnu olsen, mun vinnslan kynna nýtt lúkk og opna glænýja heimasíðu með pompi og prakt á afmælinu!

www.vinnslan.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com