4ed2c963 9ab1 4578 81b5 Acf20fb17fe2

Friðarsúlan lýsir 20.-27. mars

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkustund eftir sólsetur í dag, mánudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono. Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

Ljósgeisla friðarsúlunnar er einmitt ætlað að minna fólk á frið og mun hann lýsa upp kvöldhimininn á vorjafndægri, 20. mars, þegar sólin er beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt um það bil jafnlöng um alla jörð. Friðarsúlan mun loga til mánudagsins 27. mars.

Ljós Friðarsúlunnar sést vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en einnig má sjá hana í beinni útsend­ingu hér: http://imaginepeacetower.com/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com