84cfa5d2 81f1 4fd7 Aabe 4e8d64e6699e

Friðarfundur: Samtök hernaðarandstæðinga, fimmtudag 24. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsi

Friðarfundur: Samtök hernaðarandstæðinga
Fimmtudag 24. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsi

Á þriðja friðarfundinum sem haldinn er í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi hyggst Stefán Pálsson, sagnfræðingur og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga, rekja sögu íslenskrar friðarbaráttu og setja hana í alþjóðlegt samhengi. Fulltrúar úr miðnefnd samtakanna verða svo til viðtals og með fræðsluefni fyrir áhugasama.

Samtök hernaðarandstæðinga (SHA) eru fjölmennasta friðarhreyfing landsins og standa á gömlum merg. Þau rekja sögu sína allt aftur til Samtaka hernámsandstæðinga sem stofnuð voru árið 1960.

Í Hafnarhúsi standa nú yfir þrjár sýningar þar sem listamennirnir Yoko Ono, Erró og Richard Mosse takast á við stríðsátök og vonir um heimsfrið. Af þessu tilefni býður safnið ólíkum félagasamtökum og hópum sem standa vörð um frið og mannréttindi að kynna málstað sinn.

Friðarfundirnir fara fram fimmtudagskvöldum í nóvember og inn í aðventuna í desember. Þeir fara fram á íslensku og eru öllum opnir án endurgjalds.

Listasafnið og matstofa frú Laugu eru opin til kl 22 á fimmtudagskvöldum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com