4ed2c963 9ab1 4578 81b5 Acf20fb17fe2

Friðarfundur: HÖFÐI Friðarsetur

Fimmtudag 15. desember kl. 20 í Hafnarhúsi
Í Hafnarhúsi standa nú yfir þrjár sýningar þar sem listamennirnir Yoko Ono, Erró og Richard Mosse takast á við stríðsátök og vonir um heimsfrið. Af þessu tilefni býður safnið ólíkum félagasamtökum og hópum sem standa vörð um frið og mannréttindi að kynna málstað sinn.

Friðarfræðsla í íslensku samfélagi
Friðarfræðsla er mikilvægur hluti af starfsemi HÖFÐA Friðarseturs en eitt af helstu verkefnum setursins verður að koma á fót sumarnámskeiði fyrir börn af ólíkum uppruna. Eyrún Björk Jóhannsdóttir og Auður Örlygsdóttir kynna starfsemi setursins og leiða gesti í gegnum markmið og tilgang námskeiðsins. Í lokin fá gestir að spreyta sig á einu af þeim skemmtilegu viðfangsefnum sem börnin koma til með að leysa.

HÖFÐI Friðarsetur er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og tók formlega til starfa þann 7. október síðastliðinn. Markmið með stofnun setursins er að skapa vettvang fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf þar sem áhersla er lögð á hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði, friðarmenningu og friðarfræðslu.

Friðarfundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum án endurgjalds.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com