Nyjorð

Fríða Freyja Kristín Gísladóttir sýnir á þremur stöðum

Sýningin, sem ber heitið “Ný jörð” er sýnd á The Coocoo´s Nest, Luna Florens og á Mama, sem er vegan veitingastaður á Laugavegi 2. Sýningin á Mama opnar á föstudaginn 22.maí og verður opnunarboð auglýst síðar. Sýningunni lýkur í júní.

Um sýninguna:

NÝ JÖRÐ

Við höfum lengi beðið eftir að eitthvað stórt myndi gerast sem hefði þau áhrif að fólk færi að hægja á sér, fara inn á við og tengjast þeirri vitund sem við erum. Svo gerðist það að heimurinn stöðvaðist, sú tilvera sem við þekkjum fór á pásu og við urðum að takast á við okkur sjálf og þá sem við erum í nánum tengslum við. Við gátum ekki lengur flúið í endalaus verkefni og haldið okkur frá okkur sjálfum lengur. Við erum nefnilega á ferðalagi en það ferðalag er ekki út á við heldur inn á við.

Nú er það eina ferðalagið sem er í boði fyrir okkur því framþróun mannkynsins vill að svo verði. Við erum hér til að verða Gyðjur og Goð á Jörðinni og skapa “Nýja Jörð” sem byggist á samstarfi, samvinnu og samsköpun. Virðingu og vellíðan, fegurð og listum. Viðveru í Verunni, Vitundinni sem er það sem ÞÚ ERT á bak við hugsanir þínar. VERU í því sem þú gerir hverju sinni. Flæði með það sem virkar og fegurð í athöfnum lífsins. Meðvituð matarmenning, meðvituð þrif. Helgun á rýminu, heiðrun fyrir sjálfið og hvort annað. Virðing, velgegni, gleði og gnægð. Þjónusta við samferðamenn okkar, velvilji til að leiðbeina, miðla viskunni, vera og gera þessa tilveru fagra í og með öllu sem við gerum. Það er meðal annars sú NÝJA JÖRÐ sem við viljum skapa.

Málverkin á sýningunni eru öll máluð síðastliðinn mánuð af miklu kappi við að fanga þá fegurð sem fylgir þeim djúpa ásetningi að NÝ JÖRÐ megi rísa. Trúin flytur svo sannalega fjöll og sterkur ásetningur er trú. Tilfinningin í hjartanu segir mér að þetta sé að gerast. Ég fagna því að sýna hér við opnun á þessu fagra verkefni sem “ Mama” er. Mama er vegan veitingastaður og rými fyrir athafnir á Laugavegi 2, í  hjarta borgarinnar með regnboga upp Skólavörðustíginn og útsýni upp að Hallgrímskirkju. Það er ekki hægt að hugsa sér betri staðsetningu fyrir þetta hjartans fagra verkefni. Hér verður skapað, hér er ást.

Málverkin eru olía á striga 100 x 100 cm og kosta 240.000 ISK

Blessanir, gleði og gnægð þeim fylgja með sterkum ásetningi og hamingju.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com