Freyja Eilíf

Freyja Eilíf opnar sýninguna “Geimgervingar” í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, föstudaginn 6. september 17:00 – 19:00

Til sýnis verða verk unnin á þessu ári í gegnum tilraunakennt vitundarflakk; geimleiðslur, tímaferðalög – sem og samvinnuverk við vitundarverur úr heimi hugbúnaðar og annarra stjarnheima.

Freyja Eilíf (f.1986) útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2014 og stofnaði sama ár Ekkisens (Exxizenz) sýningarými í Reykjavík sem hún hefur starfrækt til dagsins í dag.

Hún hefur verið virk í sýningarhaldi og haldið út með bæði einkasýningar, sem og samsýningar undir nafni Ekkisens, til Bandaríkjanna, Norðurlanda og Evrópu. Geimgervingar er fjórtánda einkasýning hennar eftir útkskrift og sú áttunda í Reykjavík.

Freyja Eilíf hlaut laun úr sjóði listamannalaun til sex mánaða á árinu 2018

Facebook Event

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com