
Freyja Eilíf opnar sýningu í HilbertRaum, Berlín
“Velkomin inn í kvikmyndahús ĘXÏSTĘNZÎĀ þar sem líkami þinn mætir holdheimi skjásins í netheiðarlegu æðruleysi”
Freyja Eilíf opnar sýninguna “THE CINEMA HOUSE OF ĘXÏSTĘNZÎĀ” í HilbertRaum galleríi í Berlín þann 3. janúar og stendur sýningin uppi til 12. janúar. ĘXÏSTĘNZÎĀ er unnin sem staðbundin innsetning á kvikmyndahúsi og hýsir þannig verk eftir Freyju sem fjalla um mismunandi leiðslur í gegnum tilvistarkvik í því rými gallerísins sem mætir gestum við inngöngu. Myndbandsverk eftir níu manna úrval alþjóðlegra myndlistarmanna eru svo sýnd inn af rýminu í kvikmyndasal.
“Sýningin ĘXÏSTĘNZÎĀ sér heilann sjálfan sem skjá, sem kvikmynd í sjálfu sér og hold áhorfendans verður þannig hluti af tækni kvikmyndahússins”

Dagskrá ĘXÏSTĘNZÎĀ :
1) IIOII – Rakel Jónsdóttir
2) Residue – Bryndís Björnsdótir
3) Pussy Face – Kate Tatsumi
4) Humming – George Cox
5) Time Window – John Butler
6) My heart that beats – Anna Margrét Ólafsdóttir
7) Unearthing – Bryndís Björnsdóttir
8) How to stop watching a video that never ends – Jan Martinec
9) Shifting Point – Lisa Stewart
10) A Shattered Basin, fired thing – Andrea Pinheiro
Hilbertraum er opið föstudaga 16:00 – 19:00 og um helgar 14:00 – 19:00.
